Vörur

TangleFree standandi byrgi

78.200 kr.

Clear
Vöruflokkur:

 

Einstaklega vandað felubyrgi frá TangleFree sem auðvelt er að flytja á milli staða. Byrgið veitir þér besta felustaðinn hvort sem þú ert á túnjaðri, við árbakka eða á miðjum akri. Hönnun byrgisins veitir þér marga möguleika við uppsetningu þess. Fram og bak flekar geta falið allt að 4 veiðimenn. Í veiði þar sem þú þarft aðeins byrgi að framan, geturðu auðveldlega falið allt að 9 veiðimenn með 2 panelsettum. Ásaumaðar festingar til að stinga í því sem umhverfið hefur uppá að bjóða.

Gluggar á öllum flekum gera öllum kleift að fylgjast með! 600D pólýester efnið er slitsterkt og þolir margra ára notkun.

Það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur að skella byrginu upp og að færa það til eftir hentugleika. Auðvelt er að brjóta byrgið saman fyrir flutning og geymslu.

NÁNAR

Helstu eiginleikar:

• Endingargóð og slitsterk hönnun
• Árammi
• Stillanleg breidd til að loka bilum
• Gluggi á hverjum fleka
• Felur allt að 4 veiðimenn
• Stærð flatt: 330 cm langt efst – 400 cm langt neðst x 130 cm á hæð
• Stærð (samanbrotið): L 84 cm x B 11,5 cm x H 130 cm
• Stærð (3 stakir flekar): L 84 cm x H 130 cm
• Stærð (2 stakir flekar): L 40 x 79 cm x H 114 x 126 cm
• Stærð (3 flekar saman): L 251 cm x H 130 cm
• Þyngd: 7,5 kg (8,8 kg. með stuðningssúlum og stjökum)

MYNDBAND