Pro Series Refuge Mallard pakkinn er á frábæru verði og hentar þá sérstaklega vel fyrir fólk sem er að byrja í veiði auk þess að vera þægilegri fyrir axlir og mjóbak að bera yfir landssvæði. Þessir tálfuglar eru aðeins minni og veita því svigrúm til að bera fleiri með sér.
Einnig kunna reyndir veiðimenn vel að meta þessa tálfugla og nota þá til að blanda með stærri tálfuglum. Fuglarnir eru búnir til úr ómeðhöndluðu polyethylene plasti sem tryggir góða endingu og raunveruleg smáatriði á kollunni og steggnum – þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum með þetta sett sama hvort sem þetta eru fyrstu tálfuglarnir þínir eða viðbót við stærra safn.
Helstu eiginleikar:
• Stærð 37 cm stéli til goggs
• Þyngdur kjölur
• 12 stk. í pakka
• 8 steggir & 4 kollur