Vörur

TangleFree Full Body Mallard Premium Combo 6 stk.

25.600 kr.

Líkamsstaða fuglanna í TangleFree Pro Series Full Body Mallard combo settinu er ein sú raunverulegasta af þeim fuglum sem eru á markaðnum og líkir nákvæmlega eftir fuglum á túni. Allir steggirnir eru með húðuð höfuð svo hægt sé að sjá þá í mikilli fjarlægð í mold eða grasi en það kemur einnig í veg fyrir ónáttúrulegan glampa.

Þú færð steggi og kollur í tveimur mismunandi stellingum sem gerir það að verkum að þú ert með 4 mismunandi tálfugla í 6 fugla setti. Fuglarnir eru allir í heilu lagi sem flýtir fyrir uppstillingunni auk þess em það kemur einnig í veg fyrir að laus höfuð skemmist eða týnist á milli ferða.

Einstök og nýstárleg málning, litir og mynstur, nokkrar mismunandi gerðir fugla, frábær ending – allt sem þú þarft fyrir frábæran dag á túninu!

Vöruflokkur:

Helstu eiginleikar:

Feeders 49,5 cm frá stéli að gogg
Uprights 46 cm frá stéli að gogg
• Fuglarnir eru allir í heilu lagi
• Innifalið eru 6 Run N’ Gun Fields stakes & 6 hringlaga statíf
• 6 stk. í pakka – 4 steggir & 2 kollur