Vörur

TangleFree Deluxe kælitaska

4.680 kr.

Uppselt

Vöruflokkur:

Hefur þú einhverntíman séð hreint gæsabyrgi eða bát? Ekki við heldur!
Því hefur TangeFree hannað þessa endingargóðu kælitösku með hörðum botni. Taskan er með góðu handfangi, axlaról og stömum botni. 

Kælitaskan er úr slitsterku 600D pólýester, er sterkbyggð, einstaklega létt og þú getur notað hana eins og þér sýnist – hvort sem það er í byrginu, bílnum, í útileguna, gönguferðina eða við skrifstofuborðið þitt.

Þú kemur allt að 12 drykkjardósum í töskuna og hún sér um að halda þeim köldum. Í töskunni eru stór einangruð hólf auk tveggja netahólfa þar sem þú getur geymt flöskuopnara, uppáhalds snakkið þitt eða lítil áhöld.

NÁNAR

HELSTU EIGINLEIKAR

• Stór, einangruð taska
• Geymir allt að 12x 330 ml drykkjardósir
• Harðplastbotn
• Auðvelt aðgengi í töskuna með rennilás að ofan
• Hliðarvasar úr neti
• 600D pólýester
• Axlaról sem hægt er að fjarlægja
• Gúmmíhandfang
• Stærð: 30,5 x 25,5 x 23 cm