37.900 kr.
Glæsilegur hágæða camo galli frá Prologic í Realtree Max5 camomynstri.
Í settinu eru smekkbuxur og jakki en gallinn er fóðraður ásamt að vera vatns- og vindheldur með límdum saumum. Ytra lagið er úr sérstaklega slitsterku 210T nylon tactel efni. Gallinn er fulleinangraður með 120g/m² vatti og fóðraður með hlýju og mjúku flísi.
JAKKINN er með einangraðri hettu með stífu skyggni sem hægt er að taka af. Tvöfaldur rennilás sem hægt er að hylja með flipa með frönskum rennilás. Mittið er hægt að þrengja og stilla fyrir fullkomin þægindi. Innra stroffið á ermunum er þétt og hægt er að stilla ytra stroffið með frönskum rennilás. Þrír stærri vasar utaná, fóðraðir með flísi, og einn renndur vasi að innan.
BUXURNAR eru með stillanlegum, teygjanlegum axlaböndum með sterkum smellum. Á buxunum eru tveir stærri vasar utaná og einn renndur innaná. Sterkur, tvöfaldur rennilás að framan með flipa yfir. Teygja í mittinu veitir þægindi og sér til þess að buxurnar passi rétt. Vasarnir eru hlýir, fóðraðir með flísi. Hægt er að renna upp skálmunum á buxunum.
Jakki | Medium | Large | xLarge | xxLarge |
Lengd á baki | 77 | 77 | 83 | 85 |
1/2 bringa | 63 | 65 | 69 | 72 |
1/2 faldur | 61 | 63 | 67 | 69 |
Ermalengd | 84 | 86 | 90 | 92 |
1/2 stroff | 17,5 | 18 | 19 | 19,5 |
1/2 innra stroff | 9 | 9 | 9 | 9 |
Buxur | Medium | Large | xLarge | xxLarge |
1/2 mitti | 59 | 62 | 66 | 68 |
1/2 mjaðmir | 63 | 66 | 70 | 72 |
1/2 læri | 38 | 39 | 42 | 43 |
1/2 rass | 23 | 24 | 25 | 25 |
Innri skálm | 76 | 78 | 82 | 83 |
Ytri skálm | 115 | 117,5 | 122,5 | 123,5 |