Le Duck er margnota hnífur sem er einstaklega hentugur í alla útivist og sem létt og fyrirferðarlítið áhald. Blaðið er 2,5″ Blackstone™ húðað 8Cr14MoV og ryðfrítt, nákvæmlega hitameðhöndlað og handskerpt fyrir einstaka endingu og notagildi. Handfangið er í laginu eins og andarhöfuð, húðað með TPR og einstaklega þægilegt fyrir öruggt grip – jafnvel þegar það er blautt.
Hnífurinn kemur í hulstri sem hægt er að festa á sig og við sig á fjölmarga máta en smellan getur snúist í 360 gráður. Hægt er að festa hulstrið við hvaða flot-, veiði- eða köfunarvesti sem er, en það passar með hvaða MOLLE systemi sem er. Smelluna er hægt að taka af eða skipta út og 550 Paracord ólin breytir Le Deck í hníf sem hægt er að hengja um hálsinn.
Til í svörtu eða appelsínugulu.
Hannað af hnífagerðamanninum Jerry Hossom.
HELSTU EIGINLEIKAR
• Blað 2,5″ / 6,4 cm
• Heildarlengd 6,25″ / 16,0 cm
• Stál 8Cr14 ryðfrítt með Blackstone húðun™️
• Rockwell-C Hardness styrkleiki blaðs 57
• Handfang TPR með gúmmí
• Hulstur Polyproylene
• Ól Svört 550 Paracord
• Þynd 85 gr.