Vörur

Límmiðakitt á haglabyssu

5.200 kr.

Clear
Vöruflokkur:

Límmiðasettin frá Camowraps fyrir haglabyssur eru ódýr og skemmtileg leið til að gera vopnið þitt persónulegra. Límmiðarnir eru gerðir úr efni sem endurkastar ekki ljósi og mynstrið á ekki að nuddast af. Byssan þín mun ekki bara falla inn í umhverfið heldur einnig vera varin gegn náttúruöflunum.

Hvert sett inniheldur sex forskorna límmiða sem falla vel að sveigjum byssunar.

• Mattir vínyl límmiðar
• Passar á allar hálfsjálfvirkar haglabyssur og pumpur, 12 Gauge og minni
• Þú getur tekið byssuna í sundur fyrir þrif og viðhald, án þess að taka límmiðana af
• Til í RealTree Max5 eða RealTree Xtra Green mynstri

LEIÐBEININGAR

NAUÐSYNLEG ÁHÖLD

• Mild blanda af sápu & vatni eða alkóhóli – til að þrífa yfirborðið.
• Eldhúspappír eða þurrka sem skilur ekki eftir sig kusk, til að þurrka yfirborðið.
• Málningarlímband eða annað límband sem skilur ekki eftir sig límleifar – til að líma niður efnið á réttan stað eða til að búa til festingu.
• Skafa eða greiðslukort -til að festa niður límmiðana
• Eitthvað áhald til að sleppa út loftbólum sem geta hafa myndast
• Hobby hnífur eða annar beittur hnífur fyrir nákvæmnisvinnu – til að skera umfram límmiða í burtu
• Hitabyssa eða hárblásari – til að hita vínylinn fyrir ásetningar á erfiðari yfirborð.

ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR • Fyrsta skrefið er að þrífa vel byssuna áður en þú byrjar.
• Daginn áður en þú límir á byssuna skaltu taka hana í sundur og þrífa vel öll yfirborð þar sem límmiði á að fara. Athugið vel að engar leifar verði eftir.
• Endurtakið með hreinsiefni sem öruggt er að nota á byssuna þína
• Leyfið byssunni að þorna vel til að tryggja að vínyllinn festist vel við
AÐ KOMA LÍMMIÐA-KITTINU FYRIR • Vertu viss um að byssan sé tóm og örugg til meðhöndlunar
• Taktu byssuna í sundur
• Þrífðu allt yfirborð og þurrkaðu vandlega
• Skoðaðu hvaða límmiði fer hvert samkvæmt leiðbeiningarmyndinni að neðan
• Skoðaðu hvort þú þurfir að skera eitthvað af límmiðanum svo hann passi sem best
• Fjarlægðu pappírinn aftan af límmiðanum, staðsettu hann rétt þar sem hann á að fara og ýttu varlega niður með fingrunum. (Ef límmiði er ekki rétt staðsettur, losaðu hann varlega aftur upp og færðu til).
• Þegar allir límmiðarnir eru komir á og sléttir niður, notaðu sköfuna sem fylgir til að ýta límmiðanum niður með 45° halla
• Kláraðu að skera límmiðana mjög varlega til, athugaðu að rispa ekki byssuna. Stingdu á allar loftbólur með títuprjón og ýttu niður með sköfunni til að losa loft undan.
TIL AÐ FJARLÆGJA LÍMMIÐANA • Hitaðu vínyllímmiðana með hitabyssu eða hárþurrku í nokkrer sekúndur, haltu áfram að hita svæðið á meðan þú lyftir efninu varlega upp á 120 gráðu horni. Allar límleifar má fjarlægja með Sítrus hreinsiefni eða alkóhóli
SKÝRINGARMYND