Vörur

DX3 Field // Polycarbonate

8.490 kr.

Clear
Vöruflokkur:

HÖNNUN, ENDING, ÞÆGINDI OG GÆÐI..

DX3® Field™ er betrumbætt útgáfa af sígildri hönnun. Endingargóður carbon fiber styrktur polyresin úrkassi ásamt löngum lista af frábærum eiginleikum sem gera úrið að þeirri gæðavöru sem það er. Þar á meðal er hert gler, endingargott málmverk, 3 ára rafhlöðuending, heavy-duty DX3® Zulu B-TYPE nylon ól og Svissneskir sjálflýsandi vísar.

HELSTU EIGINLEIKAR

• Búið hinum einstaka trefjastyrkta polyresin Unibody™ úrkassa fyrir ótrúlega endingu og þægindi
• Heil króna og bak úr ryðfríu stáli
• Rispufrítt, hert gler
• Japanskt málmgangverk
• Einstök Active Comfort™ 4 o’clock króna sem heftir ekki hreyfingar úlnliðsins
• Svissneskir Super Luminous sjálflýsandi vísar
• 12/24 tíma merkingar á skífu
• Pinnarnir fyrir ólina eru innbyggðir í úrkassanum
• Vatnshelt niður á 50 metra
• Kemur með viðurkenndri Active Comfort™ ól, sem er sérhönnuð fyrir útivistarúr
• Ein stærð á nylonólinni
• 3 ára rafhlöðuending
• 3 ára ábyrgð

 

LÝSING Á SKÍFU

Vísarnir eru búnir með hágæða Swiss Super Luminious efni sem sér til þess að þeir lýsa kröftuglega klukkutímum saman – eftir því hvort þeir hafi verið í sólarljósi eða ljósi innanhúss. Því þarftu ekki að ýta á takka til að fá birtu á skífuna (sem veikir byggingu úrkassans), rafhlaðan eyðist ekki upp óþarflega hratt, né þarftu tvær hendur til að geta séð á úrið í myrkri.

ÓLIN

B-TYPE Heavy-Duty DX3® Zulu nylon fléttuð ól sem hefur einstaka endingu og þægindi sem hefur ekki sést áður á markaðnum. Ólin er gerð úr sérstaklega sterku nylonefni, saumuð með sérhönnuðum sterkum saum auk þess að vera búin góðri sylgju úr ryðfríu stáli og tveimur lykkjum til að smeygja ólinni undir. ActiveComfort™ hönnunin er einnig með Fold and Tuck™ eiginleika til að ganga frá ónotaðri ól svo að úrið passi örugglega á allar gerðir og stærðir úlnliða.